Heimsálfar | Sögustundir á ýmsum tungumálum

Á Borgarbókasafninu höldum við reglulega sögustundir á öðrum tungumálum en íslensku með aðstoð sjálfboðaliða. Öll börn eru hjartanlega velkomin og þau mega líka bjóða vinum sínum, foreldrum, ömmum og öfum með sér. 

Heimsálfar hefjast aftur haustið 2020. Langar þig að vera með sögustund á þínu tungumáli í einu af söfnunum okkar? Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú hefur áhuga.

Starfið er hluti af innleiðingu stefnu menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar um fjölbreytta menningu í borginni 2017-2020 „Rætur og vængir”.

Frekari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir 
Verkefnastjóri bókmennta
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is

Miðvikudagur 12. september 2018
Flokkur