
Esther, Guttormur og Ingi
Stjörnustríð í hlaðvarpinu
Flest erum við nú farin að tengja 4. maí við einn frægasta vísindaskáldskap heims, Star Wars. Í tilefni af þessum merkisdegi ákváðu Esther, Guttormur og Ingi að setjast niður í Kompuna og spjalla um Star Wars í bland við föstudagsstuðið þar sem fylgendur okkur á Facebook voru spurðir út í þær vísindaskáldsögubækur og -bíómyndir sem væru í uppáhaldi hjá þeim. Þátturinn var tekinn upp 2. maí en daginn eftir bárust fregnir af andláti leikarans Peter Mayhew sem var hvað helst þekktur fyrir túlkun sína á Chewbacca, eina ástsælustu persónu kvikmyndaseríunnar. Því var tekinn upp formáli á þáttinn og hann tileinkaður Mayhew.
Þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsmiðlum!
Materials