Nóbelsverðlaun 2019

Nóbelsverðlaun í bókmenntum 2018 og 2019

Fyrr í dag tilkynnti sænska akademían hvaða rithöfundar hlytu Nóbelsverðlaun í bókmenntum árin 2018 og 2019. Verðlaunahafarnir eru pólski rithöfundurinn Olga Tokarczuk og austurríski höfundurinn Peter Handke. 

Eins og frægt er orðið voru engin Nóbelsverðlaun veitt fyrir bókmenntir árið 2018 eftir að #metoo hneyksli skók akademíuna. Til þess að styrkja stöðu verðlaunanna hefur akademían breytt reglum sínum á þann veg að í stað þess að halda sæti sínu til æviloka geta meðlimir nú sagt stöðu sinni lausri eða verið reknir ef svo ber undir. Þá er búið að kjósa fimm nýja meðlimi. Hinn nýi hópur hefur nú valið tvo verðlaunahafa, einn sem hlýtur verðlaunin fyrir árið 2018 og annan sem hlýtur þau fyrir 2019.

Hér á safninu byrjum við gjarnan á að athuga hvort hinn nýi verðlaunahafi sé þegar til í íslenskri þýðingu. Olga Tokarczuk hefur ekki gerst svo fræg en skáldsagan Kindergeschichte, eða Barnasaga, eftir Peter Handke kom út í íslenskri þýðingu Péturs Gunnarssonar árið 1987. Við eigum aftur á móti öllu fleiri bækur eftir Tokarczuk, á frummálinu og fáeinar þýðingar, enska, danska og sænska. Hér fyrir neðan má sjá það sem við eigum til af þessum nýbökuðu Nóbelsskáldum.

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 10. júní, 2020 12:57
Materials