Bækur
Bækur

Leshringur fullorðinna

Í Spönginni eru starfandi tveir leshringir og hittast báðir hóparnir mánaðarlega. Annar þeirra er sjálfstætt starfandi og er hann lokaður.
 
Leshringur fullorðinna er á vegum safnsins og í honum er að jafnaði tekin fyrir ein bók á mánuði (skáldsaga eða ævisaga) og einstaka sinnum einnig ljóðabók að eigin vali. Leshringurinn starfar frá og með september til og með maí. Einnig lesa allir þátttakendur sömu tvær bækurnar yfir sumartímann og er fjallað um þær á fyrsta fundi haustsins.
 
Dæmi um bækur sem teknar hafa verið fyrir í leshringnum eru bók Steinunnar Jóhannesdóttur, Reisubók Guðríðar, og Steinunnar G. Helgadóttur, Samferða.
 
Sem stendur eru engin laus pláss í leshringjum í Spönginni. Nánari upplýsingar veitir Herdís Þórisdóttir. 
 
Hvenær: Þriðja mánudag í mánuði kl. 17.15-18.15
Hvar: Borgarbókasafninu Spönginni
Umsjón: Herdís Þórisdóttir, herdis.thorisdottir@reykjavik.is
Staða: FULLBÓKAÐUR

Sjá yfirlit um alla leshringi Borgarbókasafnsins.