Harry Potter valdi bækur um Quidditch og galdraskepnur
Hamingjuna má finna á jafnvel erfiðustu stundum lífsins muni maður að kveikja ljósið
Tilvitnun í Fangann frá Azkaban

Harry Potter er lesandi vikunnar!

Við höfum flest lesið um ævintýrin sem Harry litli Potter hefur komið sér í. Reyndar er hann ekkert svo lítill lengur. Hann fæddist 31. júlí 1980 sem þýðir að hann fagnar 39 ára afmæli á miðvikudaginn! Við fögnum með honum að sjálfsögðu, enda ein eftirlætispersóna notenda bókasafnsins ef marka má útlánatölur. Við grófum hér upp gamla mynd af honum að versla sér bækurnar Quidditch throughout the ages og Fantastic Beasts and Where to Find Them

Árið 2018 sögðum við frá upprunalegu fyrirmyndinni að Harry Potter. Veistu hver það var? Lestu það á Facebook hér!

Ertu kannski búin/nn að lesa allar bækurnar úr Harry Potter heiminum? Þú finnur aðrar Harry-legar bækur hér og Harry Potter prófið hér!

Við bendum einnig á þessa frábæru hlaðvarpsþætti sem þau Brynjar og Sessa tóku upp hjá okkur í Kompunni þar sem þau ræða um allt sem þau halda mest (og minnst) upp á í undraheimi J.K. Rowling. Í þáttunum er farið í saumana á hinum ýmsu kenningum sem aðdáendur Potter heimsins hafa lagt fram gegnum tíðina. Í raun er allur heimurinn og allt sem við honum kemur er ræddur. 

mán 22. júl
Flokkur
Materials