Doris Lessing

100 ár frá fæðingu Doris Lessing | Bókalisti

22. október eru 100 ár liðin frá því að Doris Lessing, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum, fæddist í Persíu (nú Íran). Þegar Lessing fékk Nóbelsverðlaunin árið 2007 varð hún elsti einstaklingurinn til að gera það. Eftir hana liggur fjöldi áhrifamikilla verka, en að öðrum ólöstuðum hefur skáldsagan The Golden Notebook, sem kom út árið 1962, e.t.v. haft hvað mest áhrif. Bókin hefur ávallt þótt ramm-feminísk, þótt Lessing hafi sjálf gert nokkuð lítið úr þeirri túlkun á henni.

Í tilefni dagsins höfum við tekið saman nokkur af verkum Lessing, auk bóka um hana, sem má sjá hér að neðan. Einnig umfjöllun BBB Newsnight um það þegar hún vann Nóbelsverðlaunin, þar sem m.a. má sjá óborganleg viðbrögð Lessing við fregnunum.

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 10. júní, 2020 12:57
Materials