Vilborg Dagbjartsdóttir níræð

Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur og skáld varð níræð í gær, þann 18. júlí og óskar Borgarbókasafnið Vilborgu innilega til hamingju með daginn!

Höfundarferill Vilborgar er langur og farsæll en fyrsta ljóðabók hennar, Laufið á trjánum, kom út árið 1960 og var hún þá ein af fáum konum sem skrifuðu atómljóð. Vilborg kenndi um árabil í Austurbæjarskóla og var mikil metin sem kennari og eru margir nemendur sem eiga góðar minningar úr kennslustofu hennar. Vilborg hefur einnig starfað við þýðingar og hefur þýtt fjölda barnabóka eftir höfunda á borð við Astrid Lindgren og Ulf Lövgren.

Árið 2015 kom út veglegt ljóðasafn Vilborgar þar sem finna má allar ljóðabækur hennar auk stakra ljóða sem birst hafa annars staðar. Í fyrra birtust síðan ljóðlínur Vilborgar í borgarlandslagi miðbæjarins við nýja Hafnartorg og geta vegfarnedur því notið ljóðlistar Vilborgar enn víðar. Verk Vilborgar má svo að sjálfsögðu finna hjá okkur á safninu.

Flokkur
Merki
UppfærtMánudagur, 20. júlí, 2020 14:32
Materials