Stuttlisti Dublin Literary Awards

Sex bækur eru á stuttlista Dublin Literary Award árið 2025, sem nú fagna 30 ára afmæli sínu.

Bækurnar á stuttlistanum eru:

Not a River eftir Selva Almada, þýdd af Annie McDermott

We Are Light eftir Gerda Blees, þýdd af Michele Hutchison

The Adversary eftir Michael Crummey

James eftir Percival Everett

Prophet Song eftir Paul Lynch

North Woods eftir Daniel Mason

 

Sex skáldsögur hafa verið valdar á stuttlista fyrir Dublin Literary Award 2025, sem eru styrkt af borgarstjórn Dyflinnar til að verðlauna framúrskarandi alþjóðleg bókmenntaverk. Um er að ræða stærstu árlegu bókmenntaverðlaun heims fyrir eitt skáldverk gefið út á ensku – en verðlaunaféð nemur 100.000 evrum sem jafngildir tæplega 14 og hálfri milljón króna! Ef bókin er þýdd, fær höfundurinn þrjá fjórðu verðlaunafésins og þýðandinn fjórðung. Það sem gerir þessi verðlaun einstök er að tilnefningar koma frá bókasöfnum og lesendum í alþjóðlegu neti bókasafna.

Verðlaunahafinn árið 2025 verður valinn úr fjölbreyttum stuttlista sem inniheldur tvær þýddar skáldsögur – úr spænsku og hollensku. Á listanum eru höfundar frá Bandaríkjunum, Argentínu, Kanada, Hollandi og Írlandi.  Tilkynnt verður um verðlaunin af verndara þeirra, borgarstjóra Dyflinnar, Emmu Blain, fimmtudaginn 22. maí, á alþjóðlegu bókmenntahátíðinni í Dyflinni (International Literature Festival Dublin, ILFD)

 

Hér má skoða upplýsingabækling um stuttlistann 2025

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 25. mars, 2025 10:46