Lestrarmarkmið 2020

Þegar nýtt ár gengur í garð velta margir fyrir sér hvað og hversu mikið var lesið á nýliðnu ári. Sumir vilja lesa meira og setja sér jafnvel háleit markmið um bókalestur. Hér fylgja nokkur góð ráð fyrir þá sem vilja halda betur utan um lesturinn á nýju ári: 

  • Veldu efni sem þér þykir áhugavert eða skemmtilegt.
  • Settu þér raunhæf markmið: 500 blaðsíður eða 50 blaðsíður? 
  • Hljóðbækur eru líka frábær leið til að lesa bækur.
     

Hér á síðu Borgarbókasafnsins er hægt að búa til bókalista með því að skrá þig inn og fara í listarnir mínir. Einföld og góð leið til að halda utan um allar þær bækur sem þig dreymir um að lesa.

Til eru hjálpleg forrit sem aðstoða fólk við að fylgjast með lestrinum. Eitt þeirra er Goodreads en þar má skrá lesnar bækur sem og bækur sem þig langar til að lesa. Einnig er hægt að setja sér lestrarmarkmið með lestraráskorun Goodreads, þar sem reiknað er út fyrir þig hvar þú stendur út frá fjölda bóka sem þú hefur sett þér fyrir.

Fyrir þá sem vilja hafa lesturinn vel skipulagðan má benda á lestrardagbók Bookriot en þar má fylla út nákvæmt exel-skjal yfir lesturinn.

Og ef þú vilt eitthvað enn ítarlegra en lestrardagbók Bookriot þá finnur þú það á Reader Voracious. Þar getur þú fylgst með daglegum lestri í línuritum og planað lestur mánuði fram í tímann.

Flokkur
Merki
UppfærtMiðvikudagur, 10. júní, 2020 12:57