Leshringir í Spönginni

Leshringurinn Sveigur

Leshringurinn hittist í Spöng þriðja mánudag í mánuði kl. 17:15 – 18:30.
Ekki er fundað í júní og júlí og desember.

Ein til tvær bækur eru að jafnaði lesnar í hverjum mánuði.
Valin eru nýleg skáldverk eftir bæði íslenska og erlenda höfunda sem og ævisögur.  
Þessi leshringurinn hefur verið starfandi síðan 2015

Ásta H. Ólafsdóttir hefur umsjón með hópnum og skráningum í gegnum netfangið asta.halldora.olafsdottir@reykjavik.is

 

Leshringurinn Hrútakofinn

Þessi leshringur er ætlaður karlmönnum sem vilja deila sinni lestrarreynslu og kynnast nýju lesefni.  
Á hverjum fundi kemur hópurinn sér saman um ákveðið lestrarþema. Meðlimir velja sér síðan sjálfir bók sem fellur að þeim ramma og kynna hana fyrir hópnum á næsta fundi.

Fundir hjá Hrútakofanum fara fram fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 17:30-18:30 á Borgarbókasafni Spönginni 2. hæð.


Umsjón með hópnum og frekari upplýsingar: Gunnar Þór Pálsson
Skráning: hrutakofinnleshringur@gmail.com

Fundir í Hrútakofanum:
júlí og ágúst - sumarfrí
2. september 
6. október 
3. nóvember

Þriðjudagur 29. júní 2021
Flokkur
Merki