portrait of francesca cricelli

Lesandinn | Francesca Cricelli

Francesca Cricelli er ljóðskáld og þýðandi. Ljóðabók hennar, 16 ljóðið + 1 kom út árið 2019. Hún er með doktorsgráðu í bókmenntum og þýðingum og er að læra íslensku sem annað tungumál í Háskóla Íslands. Francesca deilir einu íslensku þýddu ljóði á viku á síðuna Um poema nórdico ao dia eða Eitt norrænt ljóð á dag.  

Það má segja að lestrarvenjur mínar séu út um allt. Ég nýt þess að geta tekið upp mismunandi bækur þegar ég fer að sofa. Stundum tekur það mig marga mánuði að klára eina bók, og stundum bara eitt kvöld. Ég vinn sem þýðandi og eyði miklum tíma í að vinna í sama textanum, svo það að lesa margar bækur í einu hentar mér vel og gerir lesturinn fjölbreytilegri.

Eins og er, er ég að lesa bækur á þremur mismunandi tungumálum, fyrir utan skáldsöguna sem ég er að þýða frá ítölsku yfir á portúgölsku. Ein þessara bóka er ljóðabók sem ber heitið Nú sker ég netin mín og er eftir Svikaskáldin Þórdísi Helgadóttur, Þóru Hjörleifsdóttur, Sunnu Dís Másdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Melkorku Ólafsdóttur and Fríðu Ísberg. Ég flutti til Íslands ekki alls fyrir löngu og er að læra íslensku. Ég hef verið að þýða íslensk ljóð yfir á portúgölsku og ítölsku, með sérstakri áherslu á ljóðlist eftir konur. Fyrir mér er þýðingarvinnan einskonar tól sem hlúir að og dýpkar máltökuferlið.

Önnur bókin er frábært smásagnasafn eftir argentínska höfundinn, Samanta Schweblin og ber heitið Pájaros en la boca eða A mouthful of birds í enskri þýðingu. Fyrir mér eru höfundar frá Rómönsku Ameríku meistarar í smásögum og eru argentínsku sögurnar með þeim bestu.

Þriðja bókin heitir Il libro dei vulcani d'Islanda: storie di uomini, fuoco e caducità, eða Book of Icelandic Volcanos eftir Leonardo Piccione. Bókin inniheldur einstaklega fallega og lýsingu á hverju einasta eldfjalli á Íslandi. Lýsingarnar eru stuttar en fullar af áhugaverðum staðreyndum - skannkölluð perla sem veitir innblástur.

Flokkur
UppfærtMánudagur, 29. apríl, 2024 14:31
Materials