Lesandi vikunnar er Ævar Þór Benediktsson
Lesandi vikunnar er Ævar Þór Benediktsson

Lesandinn | Ævar Þór Benediktsson

Lesandi vikunnar í jólavikunni er Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur og „vísindamaður", sem hefur verið tíður gestur Borgarbókasafnsins frá barnæsku. Hann hefur staðið í ströngu fyrir jólin við að lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum Þínum eigin tölvuleik og Stórhættulega stafrófinu en þá síðarnefndu gerði hann í félagi við Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Vonandi hefur Ævar þó haft tíma fyrir smá yndislestur milli jóla og nýárs! Hann mælir með Ævisögu Jim Henson:

Ævisaga Jim Henson er heillandi og falleg saga af afar áhugaverðum manni. Skyldulesning fyrir alla þá sem hafa áhuga á sköpun og því að hugsa út fyrir kassann.“

Ævisaga Jim Henson er því miður ekki til á safninu en hins vegar má þar finna ýmsar aðrar áhugaverðar bækur um Jim Henson og starf hans og svo auðvitað allar bækur Ævars!

Föstudagur 27. desember 2019
Flokkur
Materials