Ísnálin afhent í Grófinni
Ísnálin var afhent í Grófinni laugardaginn 8. maí, verðlaun fyrir best þýddu glæpasöguna sem kom út árið 2020. Halla Kjartansdóttir hlaut verðlaunin í ár fyrir bókina Þerapistann. Á myndinni er sæll verðlaunaþýðandi ásamt útgefanda sínum, Guðrúnu Vilmundardóttur (Benedikt)
Ísnálin er veitt höfundi og þýðanda bestu þýddu glæpasögunnar á íslensku ár hvert. Að verðlaununum standa Hið íslenska glæpafélag, Bandalag þýðenda og túlka og Þýðingasetur Háskóla Íslands. Fimm bækur eru tilnefndar til verðlaunanna og ein þeirra síðan valin sem verðlaunaþýðing ársins.
- Tilnefndir þýðendur og bækur 2021 voru :
- Halla Kjartansdóttir, fyrir þýðingu sína Þerapistinn eftir Helene Flood.
- Ísak Harðarson, fyrir þýðingu sína Eldum björn eftir Mikael Niemi.
- Nanna B. Þórsdóttir, fyrir þýðingu sína Eplamaðurinn eftir Hanne Mette Hancock.
- Nanna B. Þórsdóttir, Blekkingarleikur eftir Kristina Ohlsson.
- Sigurður Karlsson, fyrir þýðingu sína Snerting hins illa eftir Max Seeck.
Eftirtaldar bækur og höfundar hafa hlotið verðlaunin síðustu ár:
2020:
Niklas Natt och Dag og þýðandinn Hilmar Hilmarsson. 1793
2019:
Pierre Lemaitre og þýðandinn Friðrik Rafnsson. Þrír dagar og eitt líf (Troi jours et une vie)
2018:
Jo Nesbø og þýðandinn Bjarni Gunnarsson: Sonurinn (Sønnen)
2017:
Ann Cleeves og þýðandinn Snjólaug Bragadóttir: Hrafnamyrkur (Raven Black)
2016:
Marion Pauw og þýðandinn Ragna Sigurðardóttir: Konan í myrkrinu (Daglicht)
2015:
Jo Nesbø og þýðandinn Bjarni Gunnarsson: Blóð í snjónum (Blod på snø)
2014:
Joël Dicker og þýðandinn Friðrik Rafnsson: Sannleikurinn um mál Harrys Quebert (La Vérité sur l’affaire Harry Quebert)