Gagnlegt efni til að æfa sig

Á milli samverustundanna okkar á bókasafninu hvetjum við þig að skoða gagnlegt og ókeypis efni á netinu! Ef þú veist um fleiri vefsíður sem gætu hjálpað, þá endilega sendu okkur línu! Því meiri upplýsingar því betra!

Allir kennarar sem kenna íslensku nota þessa vefsíðu!  Þú stimplar orðið inn í leitarreitinn og sérð þá hvernig það beygist og er stafsett í öllum föllum:  https://bin.arnastofnun.is/

bin website

Sigurður, annar tveggja leiðbeinenda okkar, stofnaði þessa vefsíðu, þar er hægt að finna mjög skýrar greinar um íslenska tungumálið:  https://www.icelandicmadeeasier.com/

icelandic made easier logo

Hér getur þú fundið mikið af hjálplegu hljóð- og námsefni (í pdf formi) til að hlaða ókeypis niður. Efninu er skipt í „bækur“ sem heita „bók 1,2,3…“ og í hverri „bók“ er hægt að finna kafla með ítarlegra efni:  http://tungumalatorg.is/ifa/

tungumalatorg website

Þessi vefsíða býður upp á ókeypis námskeið á netinu en það þarf að skrá sig: https://icelandiconline.com/

icelandic online website

Ef þú notar Facebook getur þú tekið þátt í hópnum Practice and Learn Icelandic og fengið mikið af gagnlegum ábendingum þar. Þar er að finna lista með góðu hjálparefni:
https://www.facebook.com/groups/PracticeLearnIcelandic/files

practice and learn icelandic visual

Frekari upplýsingar:
Hildur Björginsdóttir, verkefnastjóri | viðburðir og fræðsla sérfræðingur í fjölmmeningarmálum
hildur.bjorgvinsdottirl@reykjavik.is