Smátextar | Örsuga

Örsuga

Hún vaknaði um morguninn svöng. Svöng var ekki eðlilegt ástand. Hún vildi borða fólk. Hún var blóðsuga. Hún átti samt ekki að gera það. Hún vissi það. Það er rangt að borða fólk. Svo hún reyndi að sleppa því. Hún sagði að það væri af siðferðilegum eða trúarlegum ástæðum en vissi inn við beinið að hún vildi bara vera mjó. Hún lifði í skugga svengdarinnar, skíthrædd við næsta átkast.  

Höfundur: Ósk Dagsdóttir

Næsti smátexti: Smápósi