Smátextar | Smápósi

Smápósi

Hann stillti sér upp nakinn. Hann vissi að hann leit vel út, þó að hann væri farinn að eldast. Honum fannst ekkert mál að pósa en hrikalega erfitt að vera kyrr. Stellingarnar sem hann þurfti að vera í voru svívirðilegar. Hann hafði samt nægan tíma til þess að hugsa. Í dag hugsaði hann um það þegar hann hafði sjálfur viljað vera listamaður. Þetta borgaði betur.

Höfundur: Ósk Dagsdóttir

Næsti smátexti: Stelpa