Smátextar | Hversdagsleikinn

Hversdagsleikinn 

Hversdagsleikinn glymur eins og skrattinn
hrár og grár, ömurlegur og illgjarn
smeygir sér inn á milli hamingjustunda,
þessara fáu hamingjustunda
sem ég næ að mylja úr deginum.

Hann spilar á ofþandar taugarnar,
strýkur þær með stálull andskotans
fyllta af glóandi helvítislogum
þangað til að mig setur hljóðan
og bið mér náðarsamlegast líknar

Höfundur: Sigurður Haraldsson 

Næsti smátexti: Lífsbrot