Smátextar | Fjarlægu feðurnir og vanhæfu embættismennirnir

Fjarlægu feðurnir og vanhæfu embættismennirnir

Annað nafn yfir Guðmundar- og Geirfinnsmálið hefði getað verið Fjarlægu feðurnir og vanhæfu embættismennirnir. Þessir fjarlægu feður voru svo margir og þeir voru alls staðar um málið þvert og endilangt.

Þeir voru fórnarlömb fórnarlamba og tókst þar af leiðandi ekki að hrinda upp hurðinni á Síðumúlafangelsinu og verja börn sín fyrir hópi vanhæfra embættismanna. Allir þekkja afleiðingar þessa hörmungarmáls. Hefðu feðurnir notið sterkari tengsla við börn sín og hefðu börnin fengið að nýta styrk þeirra og styðja sig við hann og hefði samfélagið fengið sáttari og hæfari embættismenn hefði útkoman hugsanlega orðið allt önnur.

Höfundur: Ólafur Grétar Gunnarsson
Meðhöfundur: Valdimar Sverrisson

Næsti smátexti: Örsuga