![](https://borgarbokasafn.is/sites/default/files/styles/ding_secondary_large/public/title_image/event/sendiherrann.jpg?itok=84ACg_lI)
Um þennan viðburð
Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Bókmenntir
Leshringurinn Sólkringlan | Sendiherrann eftir Braga Ólafsson
Fimmtudagur 17. apríl 2025
í apríl ræðum við Sendiherrann, skáldsögu Braga Ólafssonar um ljóðskáldið Sturlu Jón Jónsson sem þarf að taka sér hlutverk menningarlegs sendiherra Íslands á ljóðahátíð í Litháen. Það fer auðvitað allt í vaskinn hjá ólukkulegri söguhetju Braga.
Hér má finna ýtarlega umfjöllun um verk Braga á bókmenntavefnum, þar á meðal Sendiherrann.
Dagskráin fyrir vorið 2025 er eftirfarandi:
- 23. janúar: HKL ástarsaga eftir Pétur Gunnarsson
- 20. febrúar: Skegg Raspútíns eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur
- 20. mars: Ástríðan eftir Jeanette Winterson og Borgirnar ósýnilegu eftir Italo Calvino
- 10. apríl: Sendiherrann eftir Braga Ólafsson
- 15. maí: Dyrnar eftir Mögdu Szabó
Sjá yfirlit um alla leshringi Borgarbókasafnsins...
Umsjón og skráning:
Guttormur Þorsteinsson
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | 411 6204