man walking up a mountain

Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 17:00
Verð
Frítt
Tungumál
Íslenska og Enska
Spjall og umræður

Heilandi heimur

Laugardagur 25. janúar 2025

Hvernig sköpum við heilandi heim? Þér er boðið að taka þátt í hugveitu þar sem við rannsökum og vinnum að framtíðarsýnum í máli, myndum og módelum. Hvernig upplifun er að búa á heilandi Íslandi? Útgangspunktur alls hefur lengi verið hinn sterki maður. Nú er margt sem bendir til þess að viðmiðið ætti frekar að vera varnarleysi, eða hin berskjaldaða manneskja. Mörg okkar eru til dæmis veikari eftir heimsfaraldurinn og í kjöldar stríðshörmunga. Það á líka við um mörg kerfa okkar. Ferlið er leitt í heild sinni með aðferðum skapandi hugsunar og hönnunar.

Öll velkomin, þátttaka ókeypis

Þessi viðburður er hluti af Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins. Sjá heildardagskrá Framtíðarfestivals HÉR.

Viðburður á Facebook

Frekari upplýsingar veitir:
Hlín Helga Guðlaugsdóttir
hlin.helga@me.com