faces of different authors on love speech visual background

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 16:00
Verð
Frítt
Tungumál
Íslenska og Enska
Spjall og umræður

Úr deigi íslenskrar tungu

Laugardagur 16. nóvember 2024

Við opnum orðabókina okkar sem inniheldur ótal ný íslensk orð. 

Upplestur á nýjum íslenskum orðum sem tilheyra Kærleiksorðræðu - verkefni sem leggur áherslu á upplifun, tilfinningalæsi og eignarhald á tungumálinu.  

Viðburðurinn hefst á því að Dögg Sigmarsdóttir og Martyna Karolina Daniel, verkefnastjórar á Borgarbókasafninu, segja stuttlega frá verkefninu.
Anna Zelinková, bókbindari, sýnir okkur því næst orðabókina góðu og lýsir ferlinu við að búa til handgerða bók.
Þá munu fimm þátttakendur taka til máls, þau Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, Karólína Rós Ólafsdóttir, Helen Cova, Natasha S., Jóhann Kristían Jóhannsson og Reyn Alpha Magnúsar.

Eftir lesturinn verður opinn hljóðnemi (open mic) þar sem öllum er velkomið að leggja leggja til ný orð. Og að sjálfsögðu snarl, drykkir og spjall.

Viðburðurinn er ókeypis og eru öll velkomin.

Við viljum skapa vettvang til að ræða það sem er okkur kært – upplifun okkar af samskiptum og orðunum sem við viljum heyra og segja. Kærleiksorðræða er verkfæri til að þróa opnara málsamfélag og virðingarfyllri samskipti. Ljóst er að birtingarmyndir hatursorðræðu eru margar í okkar samfélagi og afleiðingarnar alvarlegar. Ein af afleiðingum hatursorðræðu er að fólk dragi sig út úr opinberri umræðu. Borgarbókasafnið vill skapa vettvang þar sem fjölbreyttir hópar fá tækifæri til að tjá sig um eigin reynslu með eigin hætti – þitt mál er mitt mál. Íslenskan er mál okkar allra rétt eins og baráttan gegn hatursorðræðu og fyrir meiri kærleik í samskiptum. 

Viðburðurinn á Facebook

Frekari upplýsingar veitir: 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is