Pikknikk Kringlunni

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 19:00
Verð
Frítt
Tungumál
öll tungumál velkomin
Spjall og umræður

Pikknikk | Spjall um ólík menningarnorm

Mánudagur 25. nóvember 2024

Þér er boðið í Pikknikk!  Við ætlum að spjalla um menninganorm og hefðir. Hvaða spurningar vakna og hverju viljum við kynnast betur. Við komum saman til að fagna fjölbreyttum bakgrunni okkar. Þetta er frábært tækifæri fyrir bæði fólk sem fæddist á Íslandi og erlendis til að koma saman, deila reynslu og eiga innihaldsríkar samræður um okkar einstöku menningarnorm.   

Kipptu með þér smá nesti og spjallaðu við okkur á grasgræna svæðinu.   

Hvort sem þú ert nýflutt/-ur til Íslands, búsettur hér á landi í lengri tíma eða fæddur á Íslandi, þitt sjónarhorn er mikils virði í umræðunni!   

Við hverju má búast:   

- Opnar umræður um menningartengd viðmið, hefðir og viðhorf.   

- Tækifæri til að deila persónulegum sögum og reynslu.   

- Tækifæri til að kynnast nýju fólki og mynda tengsl.   

- Opið og gott andrúmsloft fyrir öll.   

Viðburður á Facebook 

Allir aldurshópar velkomnir og fjölbreyttir bakgrunnar líka!  

Ekki er þörf á einhverri sérstakri þekkingu eða reynslu, aðeins að koma með forvitni og opinn huga.   

Meira um Pikknikk á bókasafninu HÉR.

Frekari upplýsingar veitir:   
Dögg Sigmarsdóttir    
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka     
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is