Fjöruverðlaunin - barna- og ungmennabækur
Fjöruverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn vorið 2007 og hafa verið veitt árlega síðan. Hugmyndin að verðlaununum kviknaði innan grasrótarhóps kvenna í Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenkis. Meðal ástæðna þess að hópurinn taldi sérstök kvennaverðlaun nauðsynleg var ójöfn kynjaskipting handhafa Íslensku bókmenntaverðlaunanna en á tímabilinu 1989–2011 fengu 36 karlar og 11 konur verðlaun.
Árið 2014 var borgarstjóri Reykjavíkur – bókmenntarborgar UNESCO skipaður formlegur verndari verðlaunanna.
Materials