Íslensku barnabókaverðlaunin
Íslensku barnabókaverðlaunin eru bókmenntaverðlaun sem veitt voru árlega af Verðlaunasjóði íslenskra barnabóka sem rithöfundurinn Ármann Kr. Einarsson stofnaði í samvinnu við Vöku-Helgafell árið 1985. Verðlaunin voru veitt fyrir áður óbirt handrit að skáldsögu fyrir börn og unglinga eða myndskreyttri barnabók. Verðlaunin voru veitt í síðasta sinn undir þessu nafni 2021. Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka mun veita verðlaun undir nýju nafni og breyttu sniði, Sólfaxi – íslensku barnabókaverðlaunin.
Materials