Ísnálin 2024 | Best þýdda glæpasagan

Ísnálin, verðlaun fyrir best þýddu glæpasöguna ár hvert, var afhent á Borgarbókasafninu Grófinni þann 7. júní. Verðlaunin hlaut Jón Hallur Stefánsson fyrir þýðingu sína á bókinni Hundaheppni eftir Lee Child (JPV útgáfa). Jón Hallur er búsettur í Danmörku, en Áslaug Guðrúnardóttir, formaður dómnefndar, afhenti dóttur Jóns Halls, Iðunni Jónsdóttur Ísnálina fyrir hans hönd.

Úr umsögn dómnefndar:
Við dáðumst öll að snilldarþýðingu Jóns Halls Stefánssonar á hraðri og spennandi frásögn Lee Child í bókinni Hundaheppni þar sem við kynnumst, og sem sum hver þekkjum vel, ævintýrum karlhetjunnar Jack Reacher. Þýðingin er óaðfinnanleg og tekur söguþráðinn upp á hærra plan. Knappur stíll Lee Child nýtur sín í meðförum þýðandans og hvergi er snöggan blett að finna!

Að verðlaununum standa Hið íslenska glæpafélag, Bandalag þýðenda og túlka og Þýðingasetur Háskóla Íslands.


Tilnefndir þýðendur og bækur 2024 voru :

Elín Guðmundsdóttir | Beinaslóð eftir Johan Theorin (Ugla útgáfa)

Friðrika Benónýsdóttir | Veðrafjall eftir Liza Marklund (Ugla útgáfa)

Helgi Ingólfsson | Þýsk sálumessa eftir Philip Kerr (Sæmundur útgáfa)

Jón St. Kristjánsson | Fulltrúi afbrýðinnar og fleiri sögur eftir Jo Nesbø (JPV útgáfa)

Jón Hallur Stefánsson | Hundaheppni eftir Lee Child (JPV útgáfa)



Eftirtaldir höfundar hafa hlotið verlaunin undanfarin ár: 

2023
Herdís M. Hubner: Gestalistinn (The Guest List) eftir Lucy Foley.

2022
Bjarni Jónsson:  Kalmann (Kalmann) eftir Joachim B. Schmidt.

2021
Halla Kjart­ans­dótt­ir Þerap­ist­inn (The Therapist)eft­ir Helene Flood.

2020
Hilmar Hilmarsson | 1793  (1793) eftir Niklas Natt och Dag.

2019
Friðrik Rafnsson | Þrír dagar og eitt líf (Troi jours et une vie) eftir Pierre Lemaitre. 

2018
Bjarni Gunnarsson | Sonurinn (Sønnen) eftir Jo Nesbø. 

2017
Snjólaug Bragadóttir | Hrafnamyrkur (Raven Black) eftir Ann Cleeves.

2016:
Ragna Sigurðardóttir | Konan í myrkrinu (Daglicht) eftir Marion Pauw.

2015:
Bjarni Gunnarsson | Blóð í snjónum (Blod på snø) eftir Jo Nesbø.

2014:
Friðrik Rafnsson | Sannleikurinn um mál Harrys Quebert (La Vérité sur l’affaire Harry Quebert) eftir Joël Dicker.

 

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 13. ágúst, 2024 14:31
Materials