Lyktarsafnið

Lyktarsafnið

Hvaða minningar og þekking vakna við að finna ákveðna lykt? Hvernig öðlumst við betri skilning með skynfærunum? Ég vil bjóða upp á tækifæri til að endurheimta sambandi okkar við skynfærin – hvernig við skynjum hvert annað, heiminn og þá hluti sem við leikum okkur með og notum. Á vinnustofunni getur verið að þátttakendur vilji segja skilið við ákveðna túlkun eða þekkingu, sem þeim finnst ekki lengur standast skoðun eða byggja upp annarskonar tengingar og sambönd við umhverfið.   

Juan Camilo vinnur með lyktir og áferðir í Lyktarsafninu sem leiða fólk um króka og kima hugans. Hér var rými til að hlúa að skynfærunum. Lyktarsafnið er tímabundinn staður Juan Camilo á Borgarbókasafninu og er hluti af verkefninu Stofan | A Public Living Room. Rýmið opnaði 12. febrúar og var lauk með vinnustofu 25. febrúar. Juan Camilo leiddi vinnustofurnar með eftirfarandi hætti og hægt er að lesa nánar um í viðtali við Juan þar sem Lyktarsafnið er kynnt: Hlúum að skynfærunum

Það eru viðarkassar í myndasögudeildinni á 5. hæð í Grófinni. Í kössunum er samansafn af hlutum og leiðbeiningar um hvernig megi nota þá. Hægt er að framkvæma æfinguna í pörum eða sem einstaklingar. Ég er með margar mismunandi lyktir sem við notum. Í þessari upplifun reiðum við okkur á önnur skynfæri en sjónina. Við byrjum á tilfinningaskynjun með hreyfingu, hljóði og slökun áður en við byrjum á því að skynja hlutina og deila með hverju öðru. Á meðan á æfingunni stendur tjáir sá sem er að skynja sig ekki í orðum um það sem er upplifað eða gert. Þegar búið er að kanna alla hlutina þá er tekið frá augum og hægt er segja frá því hvað fór fram í huga þess sem skynjaði og deila hvernig þeim fannst æfingin vera. Ætlunin er að hægt verði að finna hugarró og nýjar hugleiðingar í Lyktarsafninu. 

Lyktarsafnið Lyktarsafnið Lyktarsafnið Lyktarsafnið Lyktarsafnið

Samstarfið við Juan Camilo var hluti af verkefninu Stofunni | A Public Living Room, þar sem ólíkir einstaklingar eða hópar fá frjálsar hendur á safninu til endurskapa valið rými eftir sínu höfði í anda Share the Care.

Frekari upplýsingar veitir
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 28. maí, 2024 10:10