Kynning á birtingarmyndum fötlunar í dægurmenningu

Birtingarmyndir fötlunar í dægurmenningu

ÖBÍ réttindasamtök leituð til almennings um dæmi úr dægurmenningu þar sem fötlun kemur fyrir með einum eða öðrum hætti, lýsingu á birtingarmyndinni og upplifun einstaklinga af því að hafa séð, heyrt eða lesið dæmið. Eiður Welding, formaður ungÖBÍ, opnaði Stofuna 14. maí þar sem bæði veggspjöld og kvikmyndir var að finna sem minntu okkur á áhrif kvikmynda og dægurmenningar á hugmyndir um stöðu fatlaðra einstaklinga. Á síðasta degi stóðu UngÖBÍ fyrir opnum mæk þar sem dæmi voru lesin upp og líflegar umræður sköpuðust um hvað myndi gera samfélagið opnara og vinna gegn staðalímyndum fatlaðs fólks. Kjartan Þór Ingason, verkefnastjóri hjá ÖBÍ, ræddi í Samfélaginu á Rás 1 birtingarmyndir fatlaðs fólks í dægurmenningu þann 23. maí 2024. Hlusta má að viðtalið hér: Samfélagið - Birtingarmyndir fötlunar

Eiður opnar Stofuna - UngÖBÍ Opinn mæk - Stofa ÖBÍ Undirbúningur - Stofa ÖBÍ

Opinn mæk - Stofa ÖBÍ Opinn mæk - Stofa ÖBÍ Opinn mæk - Stofa ÖBÍ

Stofan - Upplestur ÖBÍ

Samstarfið við ÖBÍ réttindsamtök var hluti af verkefninu Stofunni | A Public Living Room, þar sem ólíkir einstaklingar eða hópar fá frjálsar hendur á safninu til endurskapa valið rými eftir sínu höfði í anda Share the Care.

Frekari upplýsingar veitir
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 28. maí, 2024 09:46