Indversk menning í brennidepli þrjá laugardaga í mars
Shilpa Khatri Babbar er boðberi indverskra fræða á Íslandi og starfar tímabundið sem gestakennari við Háskóla Ísland. Hún mun bjóða upp á þrjá áhugaverða fyrirlestra næstu þrjá laugardaga í Borgarbókasafninu Grófinni. Fyrir henni er Indland ekki einungis staður á landakortinu heldur líkt og perluband sem myndar þá andlegu, menningarlegu, félagslegu og heimspekilegu þætti sem hafa lagt grunninn að ævafornum siðum og hefðum sem enn eru við lýði í Indlandi.
Í fyrirlestrunum mun hún kynna fyrir okkur jógahugtakið, indversku heimspekina að baki AUM, lækningakerfið Ayurveda og indverska matarmenningu.
Indland í brennidepli I | Jóga hugtakið
Laugardaginn, 2. mars kl. 15:00 – 16:00
Indland í brennidepli II | Indverska heimspekin að baki AUM og orka ómsins
Laugardaginn, 9. mars kl. 15:00 – 16:00
Indland í brennidepli III | Allt um Ayurveda, framandi krydd og jurtir
Laugardaginn, 16. mars kl. 15:00 – 16:00
Við fengum Shilpa Khatri Babbar til að benda á nokkrar góðar bækur sem tengjast þeim málefnum sem hún mun fjalla um í fyrirlestrum sínum. Þessar bækur eru því miður fæstar til á safninu en við höfum þó líka dregið fram ýmislegt efni og stillt út í safninu.
Hér er listi yfir bækurnar sem Shilpa mælir með og fyrir neðan má sjá mynd af útstillingu í Grófinni með bókum um svipað efni:
- Vivekananda Vivekananda. 1989. The Complete Works of Swami Vivekananda 1st subsidized ed. Calcutta: Advaita Ashrama.
- India, Incredible India eftir Jasbinder Bilan, myndskreytt af Nina Chakrabarti
- The Bhagavadgita eftir S. Radhakrishnan
- Bhagavad Gita eftir Swami Mukundananda
- Why Bharat Matters eftir S. Jaishankar
- The Yoga of Herbs: An Ayurvedic guide to Herbal medicine eftir David Frawley og Vasant Dattatray Lad
- Yoga and Ayurveda: Self healing and Self realization eftir David Frawley
- The Complete Book of Ayurvedic Home Remedies eftir Vasant Dattatray Lad
- Yogananda, 1893-1952, Autobiography of a Yogi