picnic in spöngin

Pikknikk í Spönginni

Angela Figus og ungmenni frá Fjölsmiðjunni voru í gestgjafahlutverki í Pikknikki í Spönginni og deildu góðgæti frá Venesúela og Ítalíu.  
Viðstaddir fengu kynningu á menningararfleifð Sardiníu og hverskonar matarhefðir þau hafa deilt með heiminum. Á boðstólum var súrdeigsbrauð eins og eyjaskeggjar Sardiníu hafa löngum bakað þau. Einnig fékk fólkið í grasgrænu lautinni að smakka venesúelskt Tequenos og eiturgrænu sósuna Guasacaca.

someone sitting in the library and eating a group picnicking

Mörg samtöl áttu sér stað þar sem meðal annars var rætt um sameiginleg áhugamál og málefni sem tengdist nestinu sem var deilt. Staða minnihlutahópa í Evrópu var einnig til umræðu og hvort ekki væri mögulegt að styðja betur hvort annað með því að deila fleiru. Skemmtilegar samræður fóru fram í minni hópum um ræktun eigin matar, aðgengi að styrkum og tungumálum, eins og stöðum til að æfa sig í íslensku.   
 


Finndu fleiri Lautarferðir á bókasafninu HÉR

Nánari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir  
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka   
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

UppfærtMánudagur, 26. ágúst, 2024 13:37