![Þór Breiðfjörð Þór Breiðfjörð](https://borgarbokasafn.is/sites/default/files/styles/ding_secondary_large/public/title_image/event/thor_breidfjord_1200x900.jpg?itok=BzooPv3g)
Um þennan viðburð
Dægurflugur í hádeginu I Þór Breiðfjörð syngur Gling-Gló lögin
Hver þekkir ekki lögin Bella símamær og Pabbi minn sem Björk söng svo eftirminnilega á plötunni Gling-Gló ? Platan er til á flestum heimilum og er fyrir löngu búin að festa sig í sessi sem sannkölluð þjóðargersemi.
Tónleikaröðin Dægurflugur hóf göngu sína á þessu ári og nú er röðin komin að Þór Breiðfjörð sem ætlar að flytja öll lögin á plötunni ásamt Inga Bjarna Skúlasyni píanóleikara, Magnúsi Trygvasyni Eliassen trommara og Leifi Gunnarssyni kontrabassaleikara.
Þór Breiðfjörð er leikari, söngvari og lagasmiður með farsælan feril að baki í Evrópu og á Íslandi. Hann er mjög fjölhæfur söngvari og er til að mynda þekktur fyrir að flytja lög í anda flauelsbarkanna Frank Sinatra og Nat King Cole.
Þór útskrifaðist frá The Arts Educational Schools, einum virtasta skóla Bretlands á sínu sviði. Hann átti farsælan feril í West-End söngleikjum í Lundúnum áður en hann flutti heim til Íslands, en söngur hans og túlkun einkennast af hlýju, ástríðu og einlægni.
Sjá nánar um Þór Breiðfjörð á vefsíðu hans www.breiðfjord.is.
Nánari upplýsingar veitir:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri viðburða og fræðslu
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is | 411 6122