Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Tilbúningur | Bókamerki

Fimmtudagur 11. janúar 2024

 

Langar þig að eiga notalega stund þar sem sköpunarkrafturinn fær njóta sín í góðum félagsskap?

Föndrum saman, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinandi kemur með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoðar við tilbúninginn.

Í þessum tilbúningi ætlum við að flétta bókamerki

Byrjum árið á að flétta saman pappírsstrimla svo úr verði lagleg bókamerki fyrir allar bækurnar sem við ætlum að lesa á árinu.

Sæunn Þorsteinsdóttir myndlistamaður, kennari og bókavörður leiðbeinir.

Tilbúningur í Árbæ er opinn öllum. 

Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg. 

Tilbúningur fer fram í Borgarbókasafninu í Árbæ annan fimmtudag hvers mánaðar og í Borgarbókasafninu Spöng fyrsta miðvikudag hvers mánaðar klukkan 16:00.

 Viðburður á Facebook


Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur barnastarfs
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6250