Leikhúskaffi | Vaðlaheiðargöng
Leikhúskaffi | Vaðlaheiðargöng

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Liðnir viðburðir

Leikhúskaffi | Vaðlaheiðargöng

Þriðjudagur 23. janúar 2024

Karl Ágúst Þorbergsson, leikstjóri segir gestum frá uppsetningu Borgarleikhússins, í samstarfi við leikhópinn Verkfræðing, á verkinu Vaðlaheiðargöng. Í kjölfarið verður farið yfir í Borgarleikhúsið og þar fá gestir stutta kynningu á leikmynd og annarri umgjörð sýningarinnar. Í lokin býðst gestum 10% afsláttur af miðum á sýninguna.

Borgarbókasafnið Kringlunni og Borgarleikhúsið hafa boðið upp á leikhúskaffi í nokkur ár þar sem leiksýningar eru kynntar fyrir áhugasömum stuttu fyrir frumsýningu.

Vaðlaheiðargöng er tilvistarlegur gleðileikur, verk um stórkostlegustu framkvæmd Íslandssögunnar, samband manns og náttúru, um fólk sem svimar aðeins og heldur að aðrir geti mögulega séð að það sé eitthvað tens og sé að stara á það, um fólk sem vill bara að það sé auðveldara að fara austur fyrir.

Verkið Vaðlaheiðargöng er unnið í samsköpun undir listrænni stjórn Karls Ágústs Þorbergssonar. Verkið endurspeglar þá ljóðrænu fegurð sem birtist í framkvæmdasögu Vaðlaheiðarganga, sambandi mannlegs hversdagsleika og náttúru og yfirvofandi endalokum alls í kjölfar hamfarahlýnunar.

Leikhópurinn Verkfræðingar er nýr af nálinni en meðlimir hans hafa getið sér gott orð með fjölbreyttum sýninga sviðslistahópa á borð við 16 elskenda og Sóma þjóðar.

Leikhúskaffið er ókeypis, öll velkomin.

Viðburðurinn á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Guttormur Þorsteinsson, deildarbókavörður
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | s. 411 6204