Bókalisti | Barnabækur sem vinna gegn kynþáttafordómum

Hvernig lærum við orðaforða saman og hefjum samtal heima í stofu um kynþætti? Hvaða bækur eigum við að byrja á að lesa? Hér er bókalisti á bóksafninu sem við mælum með til að byrja á, bækur sem geta frætt okkur sjálf og börnin okkar um það hvernig megi sporna gegn fordómum um ólíka kynþætti.

 

Bókasafnið styður við nýjar leiðir til að segja sögur sem vekja okkur til vitundar um það hvernig forréttindi hvítra og kerfisbundinn rasismi hefur áhrif á daglegt líf okkar. Frásagnir í barnabókmenntum geta haft mikil áhrif á hvernig sjálfsmynd og sjálfstraust barna mótast. Lesum og lærum hvernig við getum mætt rasisma þegar hann sýnir sig, verið á varðbergi og tekið eftir nýlendustefnu, ekki einungis  sem sögulegri  staðreynd  heldur einnig sem hugarfari. Vekjum okkur sjálf og aðra til vitundar um kynþætti og hvernig rasismi birtist kerfisbundið í stofnunum samfélags. Við getum byrjað að vinna gegn kynþáttafordómum heima með því að lesa eina eða fleiri af bókum á bókalistanum hér.

Flokkur
UppfærtFimmtudagur, 16. maí, 2024 15:29
Materials