Hvernig kemst flóttafólk/innflytjendur í háskólanám á Íslandi? | Opið samtal
Hverskonar stuðning eða undirbúning þyrfti til að auðvelda flóttafólki og innflytjendum að stunda háskólanám á Íslandi? Taktu þátt í opnu samtali og deildu með okkur þinni reynslu og skoðunum á hindrunum í menntakerfinu. Háskólasamfélagið vill heyra raddir þeirra sem þekkja af eigin raun hvernig það er að fóta sig innan menntakerfisins eftir að hafa sótt um alþjóðlega vernd eða flutt til Íslands af öðrum ástæðum.
Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri vinna í sameiningu að því að koma á félagslegum hreyfanleika flóttafólks og innflytjenda. Þau stefna að því að hanna eins árs undirbúningsnám sem myndi opna aðgengi þeirra að háskólanámi. Fyrirmyndir að slíkum námsleiðum fá finna í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, sem þjóna sem brýr sem greiða leiðir að menntakerfinu og þátttöku í samfélaginu og opna á ný tækifæri innan mennta- og atvinnulífs að náminu loknu.
Öll velkomin, þátttaka ókeypis
Viðburður á Facebook
Frekari upplýsingar um samstarfsverkefni HÍ og HA um aðgengi flóttafólks og innflytjenda
Markus Meckl
Prófessor
Hug- og félagsvísindasvið-Félagsvísindadeild / FIXME-FIXME
Háskólinn á Akureyri
Ertu í vafa hvort þetta sé samtal fyrir þig?
Sendu mér skilaboð og ég segi þér meira frá vettvanginum Opið samtal
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is