Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Tungumál

Kakó Lingua | Sögur frá Norður - Ameríku

Sunnudagur 22. maí 2022

 

Við könnum sögur og tungumál frumbyggja Norður-Ameríku og lærum um brögðótt dýr með Dr. Cecilia Collins, mannabeinafræðingi. Á eftir gerum við söguteninga og pappírsfígúrur og lærum ný orð í leiðinni.

Cecilia er fædd og uppalin í Fíladelfíu í Pensilvaníufylki í Bandaríkjunum en þar eru upprunaleg heimkynni Lenni Lenape frumbyggjanna og er svæðið kallað Lenapehoking. Auk þess að hafa búið í Bandaríkjunum og Íslandi hefur Cecilia búið í Sviss, Þýskalandi og Hong Kong þar sem hún hefur sagt börnum sögur sínar. 

Til umhugsunar
Flest börn elska að klæða sig upp í búning við hin ýmsu tilefni, enda fátt skemmtilegra. Mikilvægt er hinsvegar að gæta þess að búningarnir meiði ekki eða særi með því að vísa í kynþátt, uppruna, menningu, trúarbrögð eða sögu annarra. Menning og kynþáttur eru ekki búningar til að klæða sig í. Það meinar ekki fólki að klæða sig í hefðbundinn fatnað annars menningarheims en mikilvægt er að sýna því skilning að slíkir búningar eru síður viðeigandi en aðrir. Með þetta í huga biður Cecilia börn um að sýna menningu frumbyggja Norður-Ameríku virðingu sína með því að mæta ekki í ,,indíánabúning,, á viðburðinn.

Sögurnar verða sagðar á ensku.
Facebook 

 

Á Kakó Lingua viðburðum kynnum við hvert annað fyrir nýjum tungumálum í gegnum einföld og skemmtileg verkefni í hvetjandi og notalegu umhverfi.
Viðburðirnir eru allir á Borgarbókasafninu Kringlunni og þátttaka ókeypis.
Viðburðirnir eru fyrir börn á öllum aldri sem langar að læra ný orð á skemmtilegan hátt,en þau yngstu gætu þurft á hjálp fullorðinna að halda.
Seinast, en alls ekki síst, það er alltaf heitt kakó á boðstólnum.

Dagskrá Kakó Lingua vorið 2022:
Sunnudagur 20.3. | Japanskt pappírsleikhús (á pólsku)
Sunnudagur 3.4. | Kjánakjúllar
Sunnudagur 15.5. | Tónlistarsmiðja fyrir 4-9 ára 
Sunnudagur 22.5. | Sögur frá Norður - Ameríku

Frekari upplýsingar veitir:
Hildur Björgvinsdóttir, verkefnastjóri | viðburðir og fræðsla
hildur.bjorgvinsdottir@reykjavik.is