Hlutverk bókasafna í nútímasamfélagi | Torgið
Hvert ætti hlutverk bókasafna að vera í lýðræðissamfélagi? Hvaða upplýsingar eru öllum nauðsynlegar? Skipta almenningsrými eins og bókasöfn máli þegar kemur að miðlun þekkingar og aðgengi að upplýsingum óháð stöðu fólks?
Við lifum á tímum stöðugra breytinga, upplýsingaóreiða og ófyrisjáanleiki einkenna hversdaginn og bókasafnið getur skapað samastað sem byggir á trausti, fólki líður vel á og finnur að það tilheyrir einhverju stærra. Í opnu samtali ræðum við hvernig við náum skilningi á nýjum aðstæðum og hvaða möguleika við höfum til að skilgreina stöðu okkar í samfélaginu.
Borgarbókasafnið er lýðræðisvettvangur með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Á Torginu fer fram upplýsingamiðlun milli notenda í formi opins samtals. Þetta er vettvangur til að ræða og kasta hugmyndum á milli, taka þátt í opnu samráði og prófa sig áfram í þekkingarmiðlun í öruggu umhverfi.
Samtalið er opið öllum, til að hlusta og taka þátt. Kíktu við, þú gæti uppgötvað eitthvað nýtt.
Öll velkomin og þátttaka ókeypis.
Ef þú er með eigið málefni sem þig langar að ræða á bókasafninu, þá erum við opin fyrir nýjum hugmyndum.
Frekari upplýsingar:
Dögg Sigmarsdóttir | Verkefnastjóri borgaraleg þátttaka
dogg.sigmasdottir@reykjavik.is