Sjálfbærni og bókmenntir | Torgið
Sjálfbærni er mörgum hugleikin, en hvað er það sem fær okkur til að tileinka okkur venjur sem eru sjálfbærar? Hvað er það sem hreyfir við okkur svo okkur finnist sjálfbærni koma okkur við?
Maarit Kaipainen frá Festu og Gerður Kristný, mikill lestrarhestur og einn af okkar ástsælustu rithöfundum, spjalla í opnu samtali um hvaða bækur eða annað efni fá okkur til að skilja sjálfbærni með nýjum hætti og vilja breyta einhverju.
Samtalið er skipulagt í samstarfi við Festu — miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni . Hlutverk Festu er að auka þekkingu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni fyrirtækja, stofnana og hverskyns skipulagsheilda. Festa hefur tekið saman lista af bókum sem þau mæla með og verður þeim stillt upp á Torginu. Notendur eru hvattir til að taka þátt í samtalinu, koma með sitt eigið efni og senda okkur innkaupatillögur sem tengjast umræðunni um sjálfbærni.
Borgarbókasafnið er lýðræðisvettvangur með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Á Torginu fer fram upplýsingamiðlun milli notenda í formi opins samtals. Þetta er vettvangur til að ræða og kasta hugmyndum á milli, taka þátt í opnu samráði og prófa sig áfram í þekkingarmiðlun í öruggu umhverfi.
Samtalið er opið öllum, til að hlusta og taka þátt. Kíktu við, þú gæti uppgötvað eitthvað nýtt.
Öll velkomin og þátttaka ókeypis.
Festu má kynna sér frekar hér.
Ef þú er með eigið málefni sem þig langar að ræða á bókasafninu, þá erum við opin fyrir nýjum hugmyndum.
Frekari upplýsingar:
Dögg Sigmarsdóttir | Verkefnastjóri borgaraleg þátttaka
dogg.sigmasdottir@reykjavik.is