Um þennan viðburð
Þín eigin bókasafnsráðgáta | Bókaðu hóp í ratleik!
Hér skráir þú hópinn þinn til leiks! Hvaða gátu langar ykkur að leysa?
Ævintýraráðgátan – létt og skemmtileg!
- Viðmiðunaraldur: 7+
- Tími: 30-40 mínúturVísindaráðgátan – reynir á þolinmæði og samvinnu hópsins
- Viðmiðunaraldur: 12+
- Tími: 40-50 mínúturHrollvekjuráðgátan – fyrir þau sem þora að flækja hlutina örlítið meira!
- Viðmiðunaraldur: 12+
- Tími: 40-50 mínútur
Þú velur dag- og tímasetningu og ráðgátuna sem hentar hópnum þínum best. Og það er ekkert sem mælir á móti því að takast á við allar þrjár ráðgáturnar. Við viljum fá ykkur sem oftast í heimsókn!
Od teraz biblioteczną zagadkę można rozwiązać również po polsku! Rejestracja w linku poniżej.
2-6 þátttakendur geta verið í hverjum hópi
Við mælum með því að fullorðnir spili með börnum yngri en 12 ára
Þegar þú mætir með hópinn þinn færðu afhentan bréfapakka í afgreiðslu bókasafnsins. Í honum er að finna vísbendingarnar sem þið þurfið á að halda til að leysa ráðgátuna. Ef þið lendið í vandræðum, getið þið snúið ykkur til starfsfólks í afgreiðslu sem lumar eflaust á auka vísbendingum sem hjálpa ykkur á næsta áfangastað í ratleiknum.
Þátttaka í leiknum hentar einstaklega vel á farsóttartímum þar sem fólk tekur þátt í sinni „búbblu“ og vel er hugað að sóttvörnum. Gangi ykkur vel!
Skráning hér fyrir neðan.
Sjá hér allar upplýsingar á einum stað um sýninguna, ratleikinn og tengda viðburði...
Nánari upplýsingar veitir:
Svanhildur Halla Haraldsdóttir, deildarbókavörður
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is | s. 411 6170