
Um þennan viðburð
Stafróf heimsins og origami með Momo Hayashi
Þessi viðburður er fyrir börn á öllum aldri sem langar að læra ný orð á skemmtilegan hátt. Á kakó lingua viðburðum kennum við hvert öðru ný orð og setningar á mismunandi tungumálum í gegnum einföld og skemmtileg verkefni í hvetjandi og notalegu umhverfi.
Momo Hayashi er myndlistakona og kennari sem býr í Reykjavík en er frá Kobe í Japan. Hún sér um Kakó Lingua í þetta skiptið, þar sem við ætlum að búa til origami dýr og læra að segja og skrifa orð á japönsku! Við kynnum börn fyrir mismunandi ritkerfum og stöfum. Verkefnin henta bæði fyrir börn og fullorðna svo foreldrar geta líka skemmt sér! Momo er menntuð í kennslufræðum og íslensku og er einn eigenda hönnunarbúðarinnar svartbysvart.
Momo talar japönsku, ensku og íslensku en allir eru velkomnir, sama hver þeirra tungumálabakgrunnur er.
Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is