Myndasögusýningar

Í Grófinni hafa skapast skemmtilegar hefðir í kringum myndasögusafnkostinn okkar. Það er fátt meira kósý en að liggja í hrúgaldinu og sökkva sér í góða myndasögu. Í safninu er gott úrval myndasagna fyrir breiðan aldurshóp þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Myndasögusýningar eru jafnframt fastur liður í dagskrá okkar. Við hvetjum áhugasama lesendur og liðtæka teiknara og myndasögusmiði til að sækja um að sýna hjá okkur. 

Teiknar þú kannski og semur eigin myndasögur? Áhugasamir sýnendur geta sent okkur umsókn hér

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar og nýsköpunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is