
Um þennan viðburð
Vetrarfrí | A-Ö um Myndasögur!
A-Ö um myndasögur er fyrir 8 - 12 ára sem langar að vita meira um myndasögur og jafnvel búa til sína eigin.
Myndasögugerð er algjör ráðgáta. Er hægt að búa til myndasögu ef þú kannt ekki að teikna? Hvað á myndasaga að vera löng? Hvernig lætur þú hugmynd fyrir myndasögu verða að veruleika? Atla svarar þessu og meira í vinnustofu sérhæfð fyrir yngri teiknara sem eru að taka sín fyrstu skref í þessum spennandi heimi.
Atla Hrafney er myndasöguhöfundur og ritstjóri með yfir áratug af reynslu í geiranum. Hún starfaði sem ritstjóri hjá rafrænu útgáfunni Hiveworks Comics á árunum 2018–2025. Atla Hrafney var stofnandi og formaður Íslenska myndasögusamfélagsins í fjögur ár.
Takmarkað pláss og skráning er hér fyrir neðan.
Nánari upplýsingar veitir:
Svanhildur Halla Haraldsdóttir, sérfræðingur
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is | 411 6170