
Um þennan viðburð
Sýning | Jarðtenging – Grounded
Að búa á Íslandi hefur haft stórfelld áhrif á störf Laureen, bæði sem umhverfisfræðing og listakonu. Eftir rúman áratug af allskyns listatilraunum og umhverfistengdum rannsóknum byrjaði hún að fókusa á útsaum.
Á tímum þar sem allt þarf að gerast strax sker útsaumurinn sig úr. Með einu spori í einu hefur Laureen náð að skapa margbrotin verk sem spegla flóru Íslands. Verkin eru aldrei plönuð fram í tímann heldur verða til í gegnum árstíðabundnar minningar sem leiða til sköpunar alls kyns litasamsetninga, áferðar og mynsturs sem hún finnur í náttúrunni.
Sýningin Jarðtenging (Grounded) er fyrsta sýning listakonunnar og er afrakstur fjögurra ára vinnu. Öll vinnan fór fram í Hveragerði þar sem Laureen býr.
Sýningin opnar fyrir almenning þriðjudaginn 3. febrúar en formleg sýningaropnun verður laugardaginn 7. febrúar kl 13:00.
Nánari upplýsingar veitir:
Halldór Óli Gunnarsson
Borgarbókasafninu Spönginni
halldor.oli.gunnarsson@reykjavik.is
Laureen Burlat
laureen.burlat@gmail.com