
Um þennan viðburð
Jazz í hádeginu I Söngvar um haustið með Gunnari Gunnarssyni
Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.
Vinsamlegast smellið á linkinn neðst í textanum til að skrá ykkur á viðburðinn.
Á næstu tónleikasyrpu Jazz í hádeginu tekur píanó- og orgelleikarinn Gunnar Gunnarsson saman efnisskrá sem öll sækir með einum eða öðrum hætti í haustið. Honum til halds og trausts verða þeir Jóel Pálsson á saxófón og Leifur Gunnarsson á kontrabassa.
Tónleikarnir eru einnig í Grófinni 10. sept kl. 12.15-13.00 og í Gerðubergi 11. sept kl. 12.15-13.00
Gunnar Gunnarsson (1961) hóf tónlistarnám á Akureyri, en lauk síðar kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 1988 og lokaprófi frá Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1989. Frá árinu 1995 hefur hann verið organisti við Laugarneskirkju í Reykjavík. Gunnar hefur getið sér gott orð fyrir fjölbreytilegan tónlistarflutning og víða komið fram á tónleikum innan lands og utan. Hann leikið á píanó með mörgum þekktum tónlistarmönnum og átt þátt í útsetningum og hljóðritunum jasstónlistar og þjóðlegrar tónlistar. Á undanförnum árum hefur Gunnar í auknum mæli útsett tónlist fyrir kóra og sönghópa og hafa útsetningar hans á kirkjutónlist komið út hjá Skálholtsútgáfunni. Einnig hefur hann útsett jazztónlist, m.a. eftir Tómas R. Einarsson í bókinni jazzbiblía Tómasar R.
Gunnar Gunnarsson - píanó
Jóel Pálsson - saxófónn
Leifur Gunnarsson - kontrabassi
Leifur Gunnarsson er listrænn stjórnandi Jazz í hádeginu.
Verið öll velkomin – við hlökkum til að sjá ykkur.
Ókeypis aðgangur.
Nánari upplýsingar:
Leifur Gunnarsson
leifurgunnarsson@gmail.com
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is
S: 4116122