![10. desember er Alþjóðlegi mannréttindadagurinn 10. desember er Alþjóðlegi mannréttindadagurinn](https://borgarbokasafn.is/sites/default/files/styles/ding_secondary_large/public/title_image/news/mannrettindi.jpg?itok=fobG3lPr)
10. desember er Alþjóðlegi mannréttindadagurinn
Alþjóðlegi mannréttindadagurinn 10. desember
10. desember er Alþjóðlegi mannréttindadagurinn, en á þessum degi árið 1948 var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt á allsherjar þingi þeirra. Þessi dagur á að minna okkur á að standa vörð um mannréttindi – og ekki aðeins okkar eigin mannréttindi heldur mannréttindi allra. Hjá mannréttindasamtökunum Amnesty International stendur yfir átakið "Bréf til bjargar lífi" dagana 3.-16. desember og víða á bókasöfnum borgarinnar er hægt að taka þátt í bréfamaraþoninu og skilja eftir bréf. Einnig höfum við tekið saman bækur úr safnkosti okkar sem snúa að mannréttindum og stillt þeim fram í tilefni átaksins.
Materials