Fræðakaffi, Baskavígin 1615 - Sigrún Antonsdóttir
Sigrún Antonsdóttir flytur fyrirlestur um Baskavígin 1615

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska
Fræðsla

Fræðakaffi | Baskavígin 1615

Mánudagur 23. febrúar 2026

Sigrún Antonsdóttir, afkomandi Ara í Ögri og hálfur Baski, fjallar um Baskavígin 1615.

Haustið 1615 brotnuðu þrjú skip í aftakaveðri í Reykjarfirði á Ströndum.
Þetta voru hvalveiðiskip frá Gipuzkoa-héraði í Baskalandi.
83 skipbrotsmenn komust í land.
Sýslumaðurinn Ari Magnússon í Ögri dæmdi Baska "réttdræpa óbótamenn" og næstu daga og vikur voru yfir 30 skipbrotsmenn myrtir af Íslendingum.
Jón Guðmundsson lærði var afar gagnrýninn á þetta mál og fordæmdi ákvörðun Ara. Jón var í kjölfarið dæmdur í útlegð.

Hvað olli þessari fjandsemi af hálfu Íslendinga?
Hvers vegna þurftu þessir Basknesku hvalveiðimenn að mæta örlögum sínum á Íslandi?

Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar:

Katrín Guðmundsdóttir
Borgarbókasafnið Spönginni
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is

Halldór Óli Gunnarsson
Borgarbókasafnið Spönginni
halldor.oli.gunnarsson@reykjavik.is