Lestrarhátíð Borgarbókasafnsins fyrir börn og fjölskyldur 22. - 29. nóvember 2025

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska
Bókmenntir
Börn

Lestrarhátíð | Hvítur föstudagur! Sögustund með bangsa, hvítu kakói og krakkajóga

Föstudagur 28. nóvember 2025

Hvítur föstudagur í Kringlusafni! Sögustund með bangsa, hvítt kakó og krakkajóga 

María Shanko hefur viðburðinn með skemmtilegu krakkajóga og svo munu Þórarinn Eldjárn og Ævar Þór Benediktsson lesa úr nýjum bókum sínum á meðan gestir gæða sér á hvítu kakói og kökum. 

Þórarinn Eldjárn ætlar að lesa úr nýjustu barnabókinni Bangsapokanum.  

Ævar Þór Benediktsson les úr Þín eigin saga - Gleðileg jól og Þín eigin saga - Piparkökuborgin.   

Boðið verður upp á hvítt kakó og hvítar smákökur. 

Lestrarhátíð Borgarbókasafnsins fyrir börn og fjölskyldur 22. - 29. nóvember 2025

Vikuna 22. - 29. nóvember, í aðdraganda aðventu, heldur Borgarbókasafnið lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur í öllum átta bókasöfnum borgarinnar. Lögð er áhersla er á að skapa notalegar stundir fyrir börn og fjölskyldur. Höfundar mæta og lesa úr jólabókunum og stýra föndursmiðjum og boðið upp á heitt kakó og smákökur. 

Hér má finna dagskrá Lestrarhátíðar. 

Lestrarhátíð Borgarbókasafnsins er styrkt af Barnamenningarsjóði og Bókasafnasjóði.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Þorgerður Agla Magnúsdóttir
Verkefnastjóri | bókmenntir og lestrarhvatning
thorgerdur.agla.magnusdottir@reykjavik.is | 411 6149

Bækur og annað efni