
Um þennan viðburð
Fyrirlestur | Samkennd og viska
Félag demantsleiðar búddismans kynnir röð opinberra fyrirlestra í tilefni Kvennaársins og 15 ára afmælis Demantsleiðar búddismans á Íslandi.
Búddismi í nútímanum
Föstudaginn 21. nóvember kl. 16:00 - 17:00
Bókakynning | View, Meditation and Action eftir Hannah Nydahl
Laugardaginn 22. nóvember kl. 15:00 - 16:00
Samkennd og viska
Sunnudaginn 23. nóvember kl. 15:00 - 16:00
Daria Aichinger (Rússland/Kanada) flytur tvo fyrirlestra um tíbeska búddisma þar sem konur í búddisma eru í brennidepli og kynnir bókina View, Meditation and Action eftir Hannah Nydahl.
Daria kynntist kennara sínum, Ole Nydahl, og tók sér formlega búddistaathvarf árið 1999 í Rússlandi. Hún flutti til Kanada árið 2001 til að stofna Félag demantsleiðar búddismans í Toronto. Frá 2006 hefur hún ferðast sem kennari undir leiðsögn Ole Nydahl og tekið þátt í uppbyggingu búddistamiðstöðva í Rússlandi, Kanada, Ástralíu og Bandaríkjunum. Daria býr í Immenstadt í Þýskalandi, nálægt alþjóðlegu miðstöð Demantsleiðarinnar.
Öll hjartanlega velkomin.
Nánari upplýsingar:
buddismi@buddismi.is | 868 5274
Sjá heimasíðu félagsins hér