
Um þennan viðburð
Sýning | Augliti til auglitis við heimskautarefi – Face to face with Arctic foxes
David Lerch er ljósmyndari sem sérhæfir sig í norrænum dýralífs- og náttúruljósmyndum. Hann er fæddur árið 1998 og uppalinn í norðvesturhluta Sviss. Allt frá fyrstu ferð sinni til Norðurlandanna hefur hann unnið að umfangsmiklum ljósmyndaverkefnum í óbyggðum norðurslóða og starfar nú sem sjálfstætt starfandi dýralífs- og náttúruljósmyndari á norðurslóðum undir eigin merkjum, AylwynPhoto.
Í fyrsta leiðangri sínum til Svalbarða, þegar hann var rétt rúmlega tvítugur, uppgötvaði hann djúpa tengingu og hrifningu á þessum afskekkta, nyrsta hluta Evrópu. Síðan þá hefur þessi harðneskjulegi og einstaki eyjaklasi á Norður-Íshafinu orðið þungamiðjan í ljósmyndaverkum hans. Starf Davids Lerch á norðurslóðum felst í myndatöku fyrir markaðssetningu ýmissa umhverfisvænna ferðaþjónustuaðila, samstarfi við staðbundin gallerí um sérstakar sýningar um dýralíf á norðurslóðum og einkum áframhaldandi vinnu við aðalverkefni hans um heimskautarefi sem nefnist „Augliti til auglitis við heimskautarefi“ og er til sýnis hér í sýningarrýminu.
Meginmarkmið Davids með dýralífsmyndatökum sínum er að brúa bilið milli manns og náttúru með því að komast í augnhæð við dýrið og skapa þannig nánd milli myndefnisins og áhorfandans. Einnig vill hann vekja athygli á viðkvæmni norðurslóða og nauðsynlegri vernd þeirra. Þessi sérstaka ljósmyndasýning fer með áhorfandann í ferðalag þar sem við fylgjumst með heimskautarefnum í heilt ár á túndrunni, frá fyrstu til síðustu sólargeisla. Áhorfandinn fylgir þessari forvitnu og lífseigu skepnu í hinu harðneskjulega og síbreytilega vetrarríki nyrst á heimskautasvæðinu, þar sem aðaláherslan er lögð á að afhjúpa heillandi eiginleika og oft falið líf þessara einstöku dýra.
Sýningaropnun verður laugardaginn 10. janúar.
Nánari upplýsingar veitir:
Halldór Óli Gunnarsson, sérfræðingur
Borgarbókasafninu Spönginni
halldor.oli.gunnarsson@reykjavik.is
David Lerch, ljósmyndari
david.lerch@gmx.ch