
Um þennan viðburð
Fræðakaffi | Hrollvekjur og hryllingsskrif með Emil Hjörvari
Til að fagna skammdegi og nýafstaðinni Hrekkjavöku heimsækir rithöfundurinn Emil Hjörvar Petersen Borgarbókasafnið í Spöng og flytur fyrirlestur um hrollvekjur og hryllingsskrif.
Emil fer stuttlega yfir sögu hrollvekjunnar, talar um mismunandi tegundir hryllings, fjallar um hrollvekjur á Íslandi og gefur innsýn í eigið skrifferli; hvað ber að hafa í huga þegar hrollvekjur eru skrifaðar.
Emil er einn af frumkvöðlum fantasía og skyldra bókmenntagreina á Íslandi en hann var meðal annars metsöluhöfundur hjá Storytel þar sem hann lagði áherslu á hrollvekjur með bókum á borð við Dauðaleið, Hælið og Ó, Karítas. Nýlega kom út þrettánda skáldsagan hans, Eilífðarvetur.
Fyrirlesturinn er opinn öllum og ætlaður öllum aldurshópum, nema kannski þeim yngsta því ýmislegt ógnvekjandi verður á glærunum. Viðburðurinn fer fram mánudaginn 3. nóvember kl. 16:30.
Nánari upplýsingar veita:
Emil Hjörvar Petersen, rithöfundur
emilhpetersen@gmail.com | 869 8391
Halldór Óli Gunnarsson, sérfræðingur
halldor.oli.gunnarsson@reykjavik.is | 411 6241