
Stuttlisti bókmenntaverðlauna Booker 2025
Tilkynnt hefur verið um hvaða skáldverk og höfundar hljóta þann heiður að verma sæti á stuttlista Booker-bókmenntaverðlaunanna í ár. Verkin sex sem hljóta þennan heiður eru:
The Rest of our lives eftir Benjamin Markovits
Flashlight eftir Susan Choi
The Lonlieness of Sonia and Sunny eftir Kiran Desai
Audition eftir Katie Kitamura
Flesh eftir David Szalay
The Land in Winter eftir Andrew Miller
Kiran Desai á lengstu bókina í ár, en hún telur heilar 650 blaðsíður. Kiran Desai er einnig eini höfundur stuttlistans í ár sem hefur áður hlotið Booker-verðlaunin en það var árið 2006. Verðlaunin fékk hún fyrir skáldsöguna The Inheritence of Loss sem er jafnframt eina bókin eftir höfund á stuttlista ársins sem hefur verið þýdd á íslensku. Á íslensku nefnist skáldsagan Horfin arfleifð og kom út í íslenskri þýðingu Kjartans Jónssonar árið 2016. David Szalhy hefur áður verið tilnefndur en aðrir höfundar listans hafa ekki áður verið tilnefndir til Booker-verðlauna. Finna má frekari upplýsingar um verðlaunin, tilnefnd verk og höfunda á heimasíðu verðlaunanna.
Tilkynnt verður um vinningshafann þann 10. nóvember næstkomandi.
Dómnefnd Booker-verðlaunanna í ár skipa: Ayọ̀bámi Adébáyọ̀, Chris Power, Kiley Reid, Roddy Doyle og Sarah Jessica Parker. © Tom Pilston fyrir Booker Prize Foundation